Lofum þessu endilega að hækjast...
Sælir piltar!
Mér finnst í góðu lagi að láta þetta hækjast á netinu. Við skrifum þarna inn þegar vel liggur á okkur og höfum þörf fyrir að kommjúnikera. Stundum hefur maður tíma til þess að setjast niður - stundum ekki. Ég hef til dæmis ekki haft mikinn tíma aflögu að undanförnu - margt fyrirliggjandi í vinnunni (þess vegna er ég að vinna í dag - á sunnudegi) og síðan var ég í burtu um síðustu helgi - altso í Madríd. Huggleg helgarferð með vinnunni. Hin snotrasta borg - hef þó séð þar fallegri. En skemmtilegast var þó að berja augum hina frábæru list sem þarna er að sjá í listasöfnunum - Goya, Míró, Picasso o.fl. Helv... gaman!
Læt með fylgja mynd sem ég tók rétt áðan - kl. 14.45 að ísl. tíma - út um gluggann hérna í vinnunni. Tekin í suður í átt að gamla Samkomuhúsinu. Ansi vetrarlegt - finnst ykkur ekki? Hér hefur snjóað duglega síðustu dægur og í dag er mikil snjókoma. En það er nú víst kominn vetur samkvæmt dagatalinu íslenska og því sennilega fátt við þessu að segja.
kv. óþh


Svona var umhorfs í Nýhöfn í gær skömmu eftir hádegi. Engir fellibyljir höfðu þá gengið yfir höfuðborg Danmerkur og fátt var um jarðskjálfta.



